Borgarfjarðarpeysur

Borgarfjarðarpeysurnar eru sérhannaðar léttlopapeysur sem fást eingöngu í Ullarselinu. Peysurnar eru hannaðar af Védísi Jónsdóttur og sótti hún innblástur í náttúru Borgarfjarðar. Peysurnar eru til með þrenns konar mynstri, gæs, rjúpu og laxi og ólíkum grunnlitum. Peysurnar eru til heilar sem og hnepptar og eru þær ætlaðar jafnt stórum sem smáum.

barna_rjupa
Rjúpupeysa í barnastærð. Fæst í fleiri litum
rjupa
Heil rjúpupeysa.
lax
Laxapeysa í gráu.