Starfsemin

Ullarselinu á Hvanneyri var komið á fót haustið 1992, sem þróunarverkefni, að tilstuðlan Bændaskólans á Hvanneyri, Búnaðarsamtaka Vesturlands og Kvenfélagasambandanna á Vesturlandi.

spunakonur

Ullarselið er verslun rekin af Vestlendingum sem hafa áhuga á ullariðn, þar sem gömul vinnubrögð eru viðhöfð.

Í versluninni eru vörur sem unnar eru úr íslensku hráefni með fjölbreyttum aðferðum.

Strangt gæðaeftirlit er á þeim vörum sem í boði eru og fer engin vara í búðina án skoðunar.