Handspunnið band

Ullarselið kaupir sérvalda gæðaull beint af bændum sem svo er unnin frá grunni. Ullin er handþvegin, kembd og svo spunnið úr henni eða þæft.

feldlokkar_545x345

Í Ullarselinu er ekki aðeins unnið úr fyrsta flokks ull heldur einnig kanínufiðu og feldfjárull, af feldfé sem sérstaklega er ræktað með ullargæði að leiðarljósi.

handspunnid_thelband

Hér gefur að líta þelband spunnið af Rúnu á Heggsstöðum en það er einstaklega mjúkt.

fifa_545x435

Þessi fallega peysa er hönnuð með plöntuna fífu í huga og er unnin af Ástu Sigurðardóttur úr handspunnu bandi og með handspunninni kanínufiðu í mynstrinu.

Peysa úr handspunnu bandi og handofið sjal frá Philip
Peysa úr handspunnu bandi og handofið sjal frá Philippe.