Handverksverslun

verslun

Ullarselið á Hvanneyri er verslun með vandað handverk, gæðavörur úr íslenskri ull og öðru íslensku hráefni.

Meðal þess sem finna má í Ullarselinu handspunnið band, peysur úr handspunnu bandi sem og flíkur úr lopa, léttlopa og ber þar hæst hinar sérhönnuðu Borgarfjarðarpeysur. Ennfremur jurtalitað band, kanínufiðuband og fiðuvörur, skartgripi úr hrosshári, steinum, hornum og skeljum, tilbúinn útsaum úr jurtalituðu bandi, þæfða hatta inniskó og vettlinga.