Þvottur á ullarbandi

 

Notað er 50°C heitt vatn og sápa eins og við þvott á reyfi. Hespan lögð í sápuvatnið, látin liggja í 15 – 20 mín í ró. Látið renna af hespunni og skolið þar til sápa og óhreinindi eru á burt. Munið eftir að alltaf er hætta á þófnun. Farið varlega.

Ef þess er óskað að öll ullarfitan fari úr bandinu þá er gott að nota uppþvottalög með sítrónu. Hann losar fituna vel. Að síðustu er bandið sett í þeytivindu. Látið þorna þannig: Hengt upp og eitthvað þungt, t.d. djúsbrúsi fullur af vatni, hengt neðan í hespuna til að “setja snúðinn á bandið“. Einnig er hægt að nota hesputré. Gætið að því að ullin er veikari blaut þannig að lóðin mega ekki vera of þung, og ekki má vinda blauta bandið of fast upp á hesputréð. Einnig skal hafa í huga að í öllu þvottaferlinu er alltaf hætta á að ullin þófni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *